hvar er kreppan?

já það er svo sannarlega að sjá á öllu hér að kreppan er svakaleg! fólk bara splæsandi í rándýrar græjur og myndar meira að segja biðraðir í það að henda peningunum sínum í ruslið....... svo ekki sé talað um að þetta er bara það mesta drasl sem fyrir finnst á þessari plánetu.
mbl.is iPad-æði á Laugaveginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það bara algjörlega óhugsandi að einhver á landinu eigi pening til að kaupa sér hluti? Fyrst væla allir yfir að 28 manns hafi keypt iPhone og núna grenja allir yfir því að 500 manns hafi efni á því að kaupa sér iPad.

Er öfundsýkin alveg að drepa moggabloggara

Óskar (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 19:59

2 identicon

Þetta lýsir íslendingum betur en nokkuð annað held ég. Lífsgæðakapphlaupið að fara með menn.

Gunnar (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 23:41

3 identicon

Mér finnst athyglisvert að greinarhöfundur heldur því fram að iPad sé "það mesta drasl sem fyrir finnst á þessari pánetu." Mér þykir það benda til að höfundur hafi sjálfur átt slíkan grip, því jafnvel þótt hann hefði fengið að prófa gæti hann aldrei lagt rétt mat á gæði vörunnar fyrr en eftir lengri tíma.

Já hræsnin leynist víða...

Guðmundur (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 07:08

4 Smámynd: Davíð Stefánsson

Þannig að gagnrýnendur sem fá vöruna í hendurnar í nokkra daga fyrir eitthverskonar blað "gætu aldrei lagt rétt mat á gæði vörunnar" einsog þeir nú virðast vera að gera? já hræsnin leinist víða... og þó svo að maður eigi pening þá þíðir það ekki að maður eigi að eiða honum í vitleysu. kemur öfundsyki bara ekkert við.

Davíð Stefánsson, 27.3.2011 kl. 12:33

5 identicon

Án þess að nota vöruna daglega í nokkurn tíma geturðu ekki fullyrt að hún sé drasl. Þannig að í boði eru fjórir möguleikar:

  1. Þú fékkst vöruna lánaða fyrir "eitthversonar blað" í skamman tíma = Ekki hægt að meða gæði hennar
  2. Þú fékkst vöruna lánaða fyrir "eitthverskonar blað" í langan tíma = Þú getur metið gæði vörunnar.
  3. Þú átt iPad en ert óánægður með hann = hræsni því þú átt svona sjálfur.
  4. Þú átt ekki iPad, hefur aldrei snert en langar hrikalega í = Öfundsýki. 

Guðmundur (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband